Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 17:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Aston Villa og Fulham: Coutinho áfram á bekknum - Willian byrjar
Mynd: Fulham
Byrjunarliðin í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni eru komin í hús. Aston Villa tekur á móti Fulham.

Philippe Coutinho var settur á bekkinn fyrir leik liðsins gegn Chelsea um helgina og hann byrjar aftur á bekknum í kvöld. Það lítur út fyrir að Gerrard stilli upp í 3-5-2 með Leon Bailey og Ashley Young í vængbakvörðunum.

Willian kemur inn í byrjunarlið Fulham í stað Daniel James.

Þetta er aðeins annar leikur Willian í byrjunarliðinu síðan hann gekk til liðs við félagið í sumar.

Aston Villa: Martinez, Konsa, Bednarek, Mings, Bailey, Ramsey, Luiz, McGinn, Young, Watkins, Ings.

Fulham: Leno, Cordova-Reid, Diop, Ream, Robinson, Reed, Palhinha, Willian, Pereira, Kebano, Mitrovic.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner