Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 18:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Leicester og Leeds: Bamford og Vardy byrja

Byrjunarlið Leeds og Leicester eru komin í hús en leikur liðana hefst kl 19:15.


Jamie Vardy kemur inn í lið Leicester í stað Patson Daka. James Maddison tekur út leikbann í kvöld en Dennis Praet kemur í liðið í hans stað.

Jesse Marsch gerir fjórar breytingar á sínu liði sem tapaði gegn Arsenal um helgina. Crysencio Summerville byrjar sinn fyrsta leik en hann kemur inn fyrir Jack Harrison.

Liam Cooper, Rodrigo og Pascal Strujik detta einnig út úr liðinu. Í þeirra stað koma Patrick Bamford, Junior Firpo og Diego Llorente.

Leicester: Ward, Castagne, Amartey, Faes, Justin, Tielemans, Soumare, Dewsbury-Hall, Praet, Vardy, Barnes

Leeds: Meslier, Firpo, Kristensen, Koch, Llorente, Roca, Adams, Aaronson, Summerville, Sinisterra, Bamford


Athugasemdir
banner
banner