Chelsea er tilbúið að lána Romelu Lukaku aftur til Inter á næsta tímabili. Belgíski sóknarmaðurinn var keyptur á 97 milljónir punda til Chelsea sumarið 2021 en fann sig ekki í endurkomunni til Lundúna.
Hann var lánaður aftur til Inter á þessu tímabili en ítalska félagið borgar launin hans og lánsgreiðslur til Chelsea.
Hann var lánaður aftur til Inter á þessu tímabili en ítalska félagið borgar launin hans og lánsgreiðslur til Chelsea.
Gazzetta dello Sport segir að allir aðilar; Lukaku, Chelsea og Inter, séu tilbúnir að framlengja lánssamninginn um ár til viðbótar. Í nýja samkomulaginu yrði kaupverð svo ákveðið.
Lukaku hefur aðeins spilað þrjá leiki á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann meiddist á læri í ágúst.
Lukaku er þó enn hetja hjá félaginu eftir að hann skoraði 64 mörk í 95 leikjum og hjálpaði Inter að vinna Ítalíumeistaratitilinn undir stjórn Antonio Conte.
Todd Boehly, eigandi Chelsea, er sagður tilbúinn að taka á sig stórt fjárhagslegt tap vegna Lukaku sem var keyptur í eigendatíð Roman Abramovich.
Athugasemdir