Fulham 3 - 0 Aston Villa
1-0 Harrison Reed ('36 )
2-0 Aleksandar Mitrovic ('68 , víti)
3-0 Tyrone Mings ('84 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Douglas Luiz, Aston Villa ('62)
Fulham vann Aston Villa á Craven Cottage í kvöld. Harrison Reed sá til þess að liðið var með forystu í hálfleik þegar hann skoraði með glæsilegu skoti.
Eftir rúmlega klukkutíma leik versnaði þetta fyrir Villa þegar Douglas Luiz var rekinn af velli eftir að hafa lent saman við Alexandr Mitrovic.
Mitrovic bætti öðru marki Fulham við stuttu seinna af vítapunktinum. Undir lok leiksins skoraði Tyrone Mings sjálfsmark, hann stýrði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf.
Steven Gerrard stjóri Aston Villa er í erfiðri stöðu og spurning hvort hann verði mikið lengur undir stjórn félagsins.