Leicester City 2 - 0 Leeds
1-0 Robin Koch ('16 , sjálfsmark)
2-0 Harvey Barnes ('35 )
Leicester var á botni ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leik liðsins gegn Leeds í kvöld en liðið náði að spyrna sér frá honum með sigri í kvöld.
Robin Koch varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúman stundarfjóðrung eftir röð mistaka í varnarleik Leeds.
Harvey Barnes tvöfaldaði forystuna þegar um tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks eftir frábæran einna snertingar fótbolta hjá Leicester.
Engin mörk litu dagsins ljós í síðari hálfleik en þetta var sjöundi leikurinn í röð sem Leeds mistekst að vinna.
Athugasemdir