Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   fim 20. október 2022 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Arsenal í útsláttakeppnina eftir ótrúlega yfirburði

Arsenal 1 - 0 PSV
1-0 Granit Xhaka ('71 )


Arsenal og PSV áttust við í eina leik kvöldsins í Evrópudeildinni en leiknum hafði verið frestað áður vegna fráfalls Bretadrottningar.

Arsenal var með ótrúlega yfirburði í þessum leik en varnarleikur PSV var frábær í kvöld.

Staðan var markalaus eftir líflegan fyrri hálfleik en það var ekki fyrr en á 70. mínútu sem Granit Xhaka skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í teignum.

Þetta var þriðja mark Xhaka á tímabilinu en hann hafði skorað samtals þrjú mörk á síðustu þremur árum.

Arsenal var líklegra til að bæta við mörkum en það tókst ekki. Arsenal er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki á toppi riðilsins en PSV er í 2. sæti með 7 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner