Mér finnst það eiga vera krafa hjá liði eins og Fylki að vera í efstu deild og ég mun setja stefnuna á það, ekki spurning.
Á mánudag var tilkynnt að Kelfvíkingurinn Gunnar Magnús Jónsson væri tekinn við sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fylki. Honum til aðstoðar verður Sonný Lára Þráinsdóttir.
Gunnari var sagt upp hjá Keflavík fyrr í mánuðinum eftir sjö tímabil sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Hann ræddi við Fótbolta.net í gær.
Gunnari var sagt upp hjá Keflavík fyrr í mánuðinum eftir sjö tímabil sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Hann ræddi við Fótbolta.net í gær.
Ánægður með árin í Keflavík en ekki með endalokin - „Ekki gert á fallegan hátt"
„Það var varla búið að birta frétt á ykkar miðlum um að ég yrði ekki áfram í Keflavík þegar ég heyrði í Fylkismönnum. Í framhaldinu settist ég niður með þeim og leist bara hrikalega vel á það sem þeir höfðu fram að færa. Ef ég ætlaði að halda áfram í þjálfun þá fannst mér lykilatriði að fara til félags sem væri með góða umgjörð."
„Í Keflavík var maður ekki bara búinn að vera þjálfa heldur var í öllu. Hjá Fylki er maður kominn í flotta umgjörð, heillaðist mjög af því og því sem fólkið hafði fram að færa. Ég heillaðist líka af því þjálfarateymi sem lagt var upp með, var bara mjög spennandi."
Fylkir tilkynnti einnig þau Bjarna Þórð Halldórsson markmannsþjálfara, Michael John Kingdon leikgreinanda, Ingvar Guðfinnson styrktarþjálfara og Tinnu Björk Birgisdóttir sjúkraþjálfara. Var þetta stóra teymi lykill að því að Gunnar ákvað að slá til?
„Það var ekki beint lykilatriði, datt í raun inn eftir að ég ræddi fyrst við félagið. En svona öflugt teymi gerir vissulega umgjörðina og starfið enn betra. Hjá Fylki er ekki gert upp á milli karla og kvennaliðsins, umgjörðin er sú sama. Það heillaði mig og líka fólkið sem er á bakvið meistaraflokk kvenna, kvennaráðið og stjórn og annað. Það er fólk sem er mikill eldmóður í og mikill metnaður í að rífa þetta félag aftur upp og koma því í efstu deild þar sem það á sannarlega heima."
Á þessum tímapunkti, myndiru telja það raunhæft að fara með Fylki upp í Bestu deildina næsta sumar?
„Maður á eftir að skoða liðið betur, hef ekki farið á æfingu ennþá og á eftir að skoða mannskapinn betur. Mér finnst það eiga vera krafa hjá liði eins og Fylki að vera í efstu deild og ég mun setja stefnuna á það, ekki spurning."
Var eitthvað annað félag sem hafði samband áður en þú ákvaðst að semja við Fylki?
„Já, það var eitthvað annað í boði líka en þetta var það sem heillaði mig mest. Umgjörðin hafði gríðarlega mikið að segja."
Athugasemdir