Arsenal var með mikla yfirburði gegn PSV í Evrópudeildinni í kvöld en liðið vann að lokum 1-0. Granit Xhaka skoraði markið þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka.
Stuðningsmenn PSV voru hressir á meðan á leiknum stóð og sungu úr sér lungun. Það snögg breyttist eftir að flautað var til leiksloka.
Það er myndband í dreyfingu þar sem sést að stuðningsmenn hollenska liðinu kasta blysi í átt að stuðningsmönnum Arsenal. Svo virðast þeir hafa rifið upp sæti og það sést eitt fljúga í átt að lögreglunni.
Arsenal hefur tryggt sér að minnsta kosti 2. sætið með sigrinum í kvöld en PSV á enn á hættu að falla úr leik.
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
VIDEO: PSV fans launching flares into the #Arsenal stand. #afc
— arsenalentity (@arsenalentity) October 20, 2022
pic.twitter.com/pKDsxPO4wy