Leeds tapaði gegn Leicester með tveimur mörkum gegn engu í kvöld en þetta var sjöundi leikur liðsins í röð sem liðið vinnur ekki í ensku úrvalsdeildinni.
„Við gerðum okkur sjálfum erfitt fyrir, fyrsta markið var hálffæri svo fá þeir annað færi og staðan orðin 2-0. Við áttum góð augnablik í leiknum samt. Við vorum ekki að hjálpa hvor öðrum í báðum teigunum," sagði Marsch eftir leikinn í kvöld.
Leeds á heimaleik gegn Fulham á sunnudaginn og þarf nauðsynlega á sigri að halda.
„Við verðum að finna leið til að stöðva blæðinguna. Við verðum að finna leið til að berjast á sunnudaginn og vera tilbúnir í stóran leik á tímabilinu fyrir okkur."
Leeds er í 16. sæti með jafn mörg stig og Wolves sem er í fallsæti.
Athugasemdir