Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saka haltraði af velli - Arteta hefur ekki áhyggjur

Bukayo Saka haltraði af velli í sigri Arsenal á PSV í kvöld en Mikel Arteta stjóri liðsins segir að meiðslin séu ekki alvarleg.


Saka verður væntanlega í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu á HM í Katar en Martin Keown fyrrum leikmaður Arsenal segir að Gareth Southgate verði að gefa honum traust á mótinu.

Einhverjir voru hræddir um Saka eftir leik kvöldsins en Arteta hefur slegið á þær efasemdir.

„Held að hann sé góður, það verður allt í lagi með hann," sagði Arteta.

Arsenal heimsækir Southampton á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner