Bukayo Saka haltraði af velli í sigri Arsenal á PSV í kvöld en Mikel Arteta stjóri liðsins segir að meiðslin séu ekki alvarleg.
Saka verður væntanlega í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu á HM í Katar en Martin Keown fyrrum leikmaður Arsenal segir að Gareth Southgate verði að gefa honum traust á mótinu.
Einhverjir voru hræddir um Saka eftir leik kvöldsins en Arteta hefur slegið á þær efasemdir.
„Held að hann sé góður, það verður allt í lagi með hann," sagði Arteta.
Arsenal heimsækir Southampton á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir