Leicester hefur tekið forystuna gegn Leeds United en það var Robin Koch sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Markið var ansi skrautlegt en varnarleikur Leeds leit ansi illa út. Liðið var að spila í öftustu línu og Marc Roca fékk sendingu en fyrsta snertingin hans var ekki góð.
Dennis Praet náði boltanum af honum. Hann fékk boltann aftur á hægri kanntinum.
Hann sendi boltann fyrir en þar var Koch sem tæklaði boltann í netið. Markið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir