Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   fim 20. október 2022 21:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Þrjú mörk á sjö mínútna kafla - Lewandowski með tvö
Mynd: EPA

Tíundu umferðinni í spænsku deildinni lauk í kvöld með þremur leikjum.


Barcelona sigraði Villarreal með þremur mörkum gegn engu.

Robert Lewandowski skoraði tvö mörk en það síðara var einkar glæsilegt þegar hann skrúfaði boltann í fjærhornið.

Ansu Fati skoraði þriðja markið og gulltryggði liðinu stigin þrjú. Öll mörkin komu á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Barcelona er því áfram í 2. sæti þremur stigum á eftir erkifjendunum í Real Madrid.

Almeria vann Girona í marka leik en Almeria var 3-0 yfir í hálfleik. Girona náði að klóra í bakkann með tveimur mörkum í þeim síðari. Osasuna hafði betur gegn Espanyol.

Barcelona 3 - 0 Villarreal
1-0 Robert Lewandowski ('31 )
2-0 Robert Lewandowski ('35 )
3-0 Ansu Fati ('38 )

Almeria 3 - 2 Girona
1-0 Leo Baptistao ('13 )
2-0 El Bilal Toure ('17 )
3-0 Adri Embarba ('38 )
3-1 Rodrigo Riquelme ('47 )
3-1 Christian Stuani ('78 , Misnotað víti)
3-2 Christian Stuani ('83 , víti)

Osasuna 1 - 0 Espanyol
1-0 Ante Budimir ('55 )


Athugasemdir
banner
banner
banner