Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 11:36
Elvar Geir Magnússon
Stjóraleit Wolves gengur illa - Beale hafnaði félaginu
Michael Beale, stjóri QPR, hefur hafnað því að taka við stjórnartaumunum hjá Úlfunum. Í morgun bað Wolves um að fá að ræða við Beale um að gerast stjóri liðsins.

En Beale ætlar að halda tryggð við QPR eftir að hafa tekið við liðinu í sumar. QPR er á toppi Championship-deildarinnar eftir sigur gegn Cardiff í gær.

Beale er 42 ára og er á sínu fyrsta tímabili sem stjóri aðalliðs. Hann var aðstoðarmaður Steven Gerrard og þjálfaði yngri lið Liverpool og Chelsea.

„Það er draumur minn að verða stjóri í ensku úrvalsdeildinni en það þarf að vera rétta tækifærið, rétti tímapunkturinn og rétta félagið," segir Beale.

Stjóraleit Wolves gengur illa en Julen Lopetegui, sem var fyrsti kostur eftir að Bruno Lage var rekinn, hafnaði líka félaginu. Úlfarnir veltu því fyrir sér að endurráða Nuno Espirito Santo en ákvað á endanum að fara í aðra átt. Úlfarnir gætu nú snúið sér að Hollendingnum Peter Bosz, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Lyon. Rob Edwards, fyrrum varaliðsþjálfari Wolves, hefur einnig verið nefndur líkt og Pedro Martins, fyrrum stjóri Olympiakos.

Steve Davis hefur verið bráðabirgðarstjóri Úlfanna og verður væntanlega áfram við stjórnvölinn á sunnudag í botnbaráttuslag gegn Leicester.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner