
Kyle Walker, bakvörður Manchester City, er í kapphlaupi við tímann til að verða klár fyrir HM í Katar. Hann gekk nýlega undir aðgerð vegna nárameiðsla.
Fyrsti leikur Englands á mótinu verður gegn Íran þann 21. nóvember og samkvæmt The Sun hyggst Gareth Southgate velja hann í enska landsliðshópinn.
Þrátt fyrir að Walker yrði ekki með í fyrsta leik þá verður hann valinn í hópinn ef hann er nálægt endurkomu. Þann 10. nóvember mun Southgate tilkynna 26 manna hóp Englands fyrir mótið.
Fyrsti leikur Englands á mótinu verður gegn Íran þann 21. nóvember og samkvæmt The Sun hyggst Gareth Southgate velja hann í enska landsliðshópinn.
Þrátt fyrir að Walker yrði ekki með í fyrsta leik þá verður hann valinn í hópinn ef hann er nálægt endurkomu. Þann 10. nóvember mun Southgate tilkynna 26 manna hóp Englands fyrir mótið.
Sérstaklega í ljósi þess að allt stefnir í að Reece James missi af mótinu vegna hnémeiðsla.
Ef Walker verður ekki með gegn Íran þá gæti Kieran Trippier hjá Newcastle spilað í hægri bakverði Englands. Trent Alexander-Arnold í Liverpool kemur einnig til greina og liðsfélagi hans Joe Gomez getur líka leyst stöðuna.
Eftir leikinn gegn Íran mun England spila gegn Bandaríkjunum fjórum dögum síðar, áður en kemur að grannaslag við Wales þann 29. nóvember.
Athugasemdir