Síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar fyrir Barcelona, það stefnir í að liðið komist ekki upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni og þá tapaði það fyrir erkifjendunum í Real Madrid í La Liga.
Börsungar mæta Villarreal í kvöld og þurfa að vinna til að minnka forystu Real Madrid sem vann Elche 3-0 í gær.
Xavi viðurkenndi á fréttamannafundi að markmið Barcelona væru að vinna titla á þessu tímabili.
Börsungar mæta Villarreal í kvöld og þurfa að vinna til að minnka forystu Real Madrid sem vann Elche 3-0 í gær.
Xavi viðurkenndi á fréttamannafundi að markmið Barcelona væru að vinna titla á þessu tímabili.
„Við styrktum liðið mjög vel fyrir tímabilið. Markmiðið er að vinna titla á þessu tímabili og það er enginn tilgangur að fara leynt með það. Markmiðið er óbreytt," segir Xavi.
„Það er í eðli félagsins að vinna titla og ég tel mig hafa sett saman lið sem getur lyft bikurum. Við höfum fengi mikla gagnrýni undanfarna daga en ég held ró minni. Ég tel liðið nægilega gott til að vinna titla. Ef það tekst ekki undir minni stjórn þá kemur annar þjálfari og reynir það."
Xavi var spurður að því hvort hann myndi skilja það ef forsetinn Joan Laporta myndi missa trú á honum ef liðið vinnur ekki titil á þessu tímabili.
„Ég myndi auðvitað sýna því skilning. En hann hefur ekki sagt neitt við mig. Þetta er Barca. Hér snýst þetta um að vinna titla. Það hjálpar ekkert að ljúga neitt í kringum það. Markmiðið þetta tímabil er að vinna."
Athugasemdir