Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Júlíus Magnússon lagði upp í sigri gegn Viking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu Íslendingaleikjum kvöldsins er lokið, þar sem Júlíus Magnússon bar fyrirliðabandið og lagði upp í 3-2 sigri Fredrikstad gegn Viking í Evrópubaráttu norska boltans.

Liðin mættust í efstu deild í Noregi og komst Fredrikstad í þriggja marka forystu eftir tæplega klukkutíma leik. Júlíus lagði annað mark leiksins upp.

Heimamenn í liði Fredrikstad nýttu færin sín betur, en gestirnir sóttu gríðarlega stíft og fengu urmul færa þó að færanýtingin hafi ekki verið nægilega góð.

Viking tókst að minnka muninn niður í eitt mark á lokakaflanum og voru síðustu mínútur leiksins afar spennandi, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Lokatölur urðu því 3-2 fyrir Fredrikstad, sem á möguleika á því að næla sér í Evrópusæti.

Fjögur efstu lið deildarinnar fara í Evrópukeppni á næsta ári og situr Viking í fjórða sæti sem stendur, með 40 stig eftir 23 umferðir.

Fredrikstad og Rosenborg fylgja þremur stigum þar á eftir þegar sjö umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Þá gerði Kortrijk 1-1 jafntefli á útivelli gegn OH Leuven í efstu deild belgíska boltans.

Freyr Alexandersson þjálfar Kortrijk og er Patrik Sigurður Gunnarsson aðalmarkvörður liðsins.

Kortrijk er komið með 8 stig eftir 8 fyrstu umferðirnar á nýju deildartímabili.

Fredrikstad 3 - 2 Viking

Leuven 1 - 1 Kortrijk

Athugasemdir
banner
banner
banner