Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
María Catharina og Katla María mikilvægar í sigrum
Mynd: Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði mark Inter í nágrannaslagnum gegn AC Milan í efstu deild ítalska boltans í dag.

Inter tók forystuna á 77. mínútu leiksins en tókst ekki að halda forystunni til leiksloka þar sem lokatölur urðu 1-1.

Inter er komið með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili og hefur Cecilía fengið tvö mörk á sig.

Í efstu deild sænska boltans átti María Catharina Ólafsdóttir Gros stórleik í liði Linköping, sem vann 4-0 gegn Trelleborg. María skoraði og lagði upp gegn botnliðinu, en Linköping er með 25 stig eftir 20 umferðir og siglir lygnan sjó um miðja deild.

Katla María Þórðardóttir lék þá allan leikinn í liði Örebro og lagði hún upp eina mark leiksins í sigri gegn Piteå, áður en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom inn af bekknum á 71. mínútu. Örebro er í fallsæti sem stendur og þarf að sigra næstu leiki til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli.

Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði svo síðustu 20 mínúturnar er Wolfsburg rúllaði yfir Köln í efstu deild þýska boltans með fimm mörkum gegn einu. Wolfsburg er með sjö stig eftir þrjár umferðir á nýju tímabili.

Alexandra Jóhannsdóttir spilaði að lokum síðustu 20 mínúturnar er Fiorentina lagði Sampdoria auðveldlega að velli, 4-0, í efstu deild ítalska boltans. Fiorentina hefur farið afar vel af stað á nýrri leiktíð og er með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner