Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno Fernandes: Höldum Ronaldo málinu innanhúss
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Bruno Fernandes spjallaði við Sky Sports eftir lokaflautið í 1-1 jafntefli Manchester United á útivelli gegn Chelsea.


Man Utd fékk betri færi í leiknum en tókst ekki að nýta þau og tók Chelsea forystuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu.

„Við fengum góð færi í fyrri hálfleik og hefðum getað verið tveimur mörkum yfir. Svo skora þeir úr vítaspyrnu undir lokin en við héldum áfram að berjast og náðum í stigið. Við erum sáttir með endurkomuna þó að markmiðið hafi alltaf verið að sækja sigur hingað í dag," sagði Fernandes.

„Við klúðruðum bestu færum leiksins og svo fengu þeir þessa vítaspyrnu. Ég sagði við dómarann að í ensku úrvalsdeildinni væri þetta venjuleg snerting innan vítateigs en ég sá ekki atvikið. Scott sagðist ekki hafa haldið í hann, ég veit ekki með þetta."

Sem betur fer fyrir Rauðu djöflana tókst Casemiro að gera jöfnunarmark með frábærum skalla í uppbótartíma eftir fyrirgjöf frá Luke Shaw. Góðvinur hans Cristiano Ronaldo var ekki í hóp í dag vegna agabanns og tjáði Fernandes sig um stórstjörnurnar.

„Þetta var frábær skalli hjá Casemiro. Við vitum að hann getur þetta, hann skoraði nokkur svona á tíma sínum hjá Real Madrid. Þetta var stórkostlegt mark. 

„Við tölum ekki um Ronaldo, við höldum því innan hópsins. Þetta er innanhússmál, það þarf enginn annar að vita hvað er í gangi hjá okkur. Það mikilvægasta fyrir alla, Ronaldo meðtalinn, er að liðinu gangi vel."

Man Utd er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 20 stig eftir 11 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner