Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 12:06
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið ÍA og ÍBV: Þrjár breytingar hjá ÍA - Arnar Breki í banni
Haukur Andri byrjar hjá ÍA.
Haukur Andri byrjar hjá ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Hrafn kemur inn í lið ÍBV.
Atli Hrafn kemur inn í lið ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍA og ÍBV mætast í næst síðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar karla klukkan 13:00 í dag en leikið er á Akranesi. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.


Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 ÍBV

ÍA gerði 2 - 2 jafntefli við Leikni í síðustu umferð og Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins gerir þrjár breytingar á liði sínu. Steinar Þorsteinsson, Árni Salvar Heimisson (í leikbanni) og Alex Davey fara út en þeir Haukur Andri Haraldsson, Ingi Þór Sigurðsson og Hlynur Sævar Jónsson koma inn.

ÍBV vann 1 - 3 sigur á Fram í síðustu umferð. Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins gerir eina breytingu á liðinu, Atli Hrafn Andrason kemur inn fyrir Arnar Breka Gunnarsson sem tekur út leikbann.


Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Gísli Laxdal Unnarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler
22. Benedikt V. Warén
77. Haukur Andri Haraldsson

Byrjunarlið ÍBV:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
0. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner