Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   lau 22. október 2022 12:06
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Leiknis og Keflavíkur: Nacho og Magnús aftur í byrjunarliðið - Leiknir með 2 breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Leikur Leiknis og Keflavíkur í næst síðustu umferð Bestu deildarinnar fer fram í dag í Árbænum klukkan 13:00. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Sigurð Höskudsson og liðið hans Leikni þar sem þeir þurfa að sigra hér til þess að eiga möguleika að halda sér uppi um deild.

Byrjunarliðin eru komin.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  7 Keflavík

Sigurður Höskuldsson gerir 2 breytingar á liðinu sem gerði 2-2 jafntefli við ÍA í síðustu umferð. Það eru þeir Davíð Júlían Jónsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sem koma inn í liðið á kostnað Dags Austmann og Birgis Baldvinssonar.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur gerir einnig 2 breytingar á liði sínu sem tapaði 3-2 fyrir FH í síðustu umferð. Það eru þeir Nacho Heras og Magnús Þór Magnússon sem koma inn í liðið á kostnað Dags Inga Valsson og Ásgeirs Páls Magnússonar.


Byrjunarlið Leiknir R.:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Adam Örn Arnarson
11. Brynjar Hlöðvers
14. Davíð Júlían Jónsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
20. Hjalti Sigurðsson
28. Zean Dalügge
80. Mikkel Jakobsen

Byrjunarlið Keflavík:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
10. Kian Williams
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson (f)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen
Athugasemdir
banner
banner