Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 15:55
Aksentije Milisic
England: Haaland með tvennu í sigri City - Everton skoraði þrjú
Þessir skoruðu báðir.
Þessir skoruðu báðir.
Mynd: EPA

Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en spilað er í tólftu umferð deildarinnar.


Manchester City mætti Brighton á heimavelli og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 2-0 City í vil og að sjálfsögðu var Erling Braut Haaland búinn að gera bæði mörkin.

Fyrra kom eftir langa sendingu frá Ederson en Haaland sýndi þá styrk sinn þegar hann hristi af sér varnarmenn Brighton og skoraði.

Undir lok hálfleiksins fengu heimamenn vítaspyrnu þegar brotið var á Bernando Silva en atvikið var skoðað í VAR skjánum. Haaland fór á punktinn og skoraði.

Brighton liðið mætti mjög sterkt til leiks í síðari hálfleiknum og náði Leandro Trossard að minnka muninn með góðu skoti á nærstöngina. Eftir þetta sótti Brighton töluvert og var að ógna öðru marki.

Það var hins vegar Kevin de Bruyne sem skoraði stórglæsilegt mark þegar korter var eftir af leiknum. Hann fékk sendingu frá Silva og þrumaði knettinum upp í fjærhornið, stórkostlegt mark.

Meira var ekki skorað og 3-1 sigur City staðreynd.

Í Liverpool borg vann Everton góðan sigur á Crystal Palace. Dominic Calvert-Lewin kom Everton yfir í fyrri hálfleiknum og það var svo Anthony Gordon sem kom forystunni í 2-0 með marki af stuttu færi.

Dwight McNeil skoraði þriðja markið eftir mjög gott spil á milli hans og Iwobi.

Man City er nú einu stigi á eftir Arsenal sem á leik til góða en Brighton er í áttunda sætinu og á enn eftir að vinna leik eftir stjóraskiptin.

Everton fór með sigrinum á Palace í 11. sæti deildarinnar en Palace er í sætinu fyrir neðan.

Everton 3 - 0 Crystal Palace
1-0 Dominic Calvert-Lewin ('11 )
2-0 Anthony Gordon ('63 )
3-0 Dwight McNeil ('84 )

Manchester City 3 - 1 Brighton
1-0 Erling Haland ('22 )
2-0 Erling Haland ('43 , víti)
2-1 Leandro Trossard ('53 )
3-1 Kevin de Bruyne ('75 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner