Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tók á móti FC Midtjylland í danska boltanum í dag.
Viktor Claesson kom heimamönnum í Köben yfir í fyrri hálfleik en Evander gerði jöfnunarmark fyrir Midtjylland í síðari hálfleik.
Ísak Bergmann Jóhannesson var skipt inn af bekknum á 65. mínútu og tíu mínútum síðar fór Hákon Arnar af velli og inn í hans stað kom Orri Steinn Óskarsson.
Kaupmannahöfn var betra liðið í leiknum og fékk tækifæri til að hirða sigurinn þegar Claesson steig á vítapunktinn á lokakaflanum, en honum brást bogalistin og urðu lokatölur 1-1.
Kaupmannahöfn er með 18 stig eftir 14 umferðir, Mið-Jótlendingar eru með 21 stig.
Elías Rafn Ólafsson var ónotaður varamaður í liði Midtjylland.
Kaupmannahöfn 1 - 1 Midtjylland
1-0 Viktor Claesson ('31)
1-1 Evander ('72)
Í B-deildinni í Svíþjóð var Böðvar Böðvarsson utan hóps hjá Trelleborg sem tapaði fyrir Östersund og er búið að missa af tækifærinu á að komast upp í efstu deild.
Alex Þór Hauksson var þá í byrjunarliði Öster sem gerði jafntefli við lærisveina Brynjars Björns Gunnarssonar í Örgryte.
Alex Þór spilaði fyrstu 70 mínúturnar í 2-2 jafntefli og er Örgryte komið í þokkalega stöðu í fallbaráttunni.
Öster 2 - 2 Örgryte
Östersund 2 - 0 Trelleborg

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 17 | 9 | 6 | 2 | 32 | 19 | +13 | 33 |
2 | Midtjylland | 17 | 10 | 3 | 4 | 31 | 22 | +9 | 33 |
3 | Randers FC | 17 | 8 | 6 | 3 | 31 | 19 | +12 | 30 |
4 | AGF Aarhus | 17 | 7 | 7 | 3 | 30 | 17 | +13 | 28 |
5 | Brondby | 17 | 7 | 6 | 4 | 31 | 22 | +9 | 27 |
6 | Silkeborg | 17 | 6 | 8 | 3 | 29 | 23 | +6 | 26 |
7 | FC Nordsjaelland | 17 | 7 | 5 | 5 | 30 | 29 | +1 | 26 |
8 | Viborg | 17 | 5 | 6 | 6 | 29 | 27 | +2 | 21 |
9 | AaB Aalborg | 17 | 4 | 5 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
10 | Sonderjylland | 17 | 4 | 4 | 9 | 21 | 37 | -16 | 16 |
11 | Lyngby | 17 | 1 | 7 | 9 | 12 | 24 | -12 | 10 |
12 | Vejle | 17 | 1 | 3 | 13 | 16 | 40 | -24 | 6 |