Þessa stundina er Leiknir að tapa 0-3 gegn Keflavík í Bestu deild karla og því virðist sem að liðið muni falla í Lengjudeildina.
Leikurinn var færður upp í Árbæinn á Wurth völlinn en Domusnovavöllurinn var ekki talinn í standi til knattspyrnuiðkunar.
Guðmundur Benediktsson undrar sig á þessari ákvörðun Leiknis að spila leikinn á gervigrasinu í Árbænum.
„Leiknir þarf að vinna tvo síðustu leiki sína til að eiga möguleika á að halda sér uppi og ákveða að spila frekar á Fylkisvelli gegn liði sem er með miklu betri knattspyrnumenn," skrifaði Gummi Ben á Twitter.
Adam Ægir Pálsson er kominn með tvennu fyrir Keflavík og þá skoraði Joseph Gibbs fyrsta mark leiksins.
Í hinum leiknum eru Skagamenn að tapa gegn ÍBV og því bæði ÍA og Leiknir á leiðinni niður.
‘45 Leiknir-Keflavík 0-3
— Gummi Ben (@GummiBen) October 22, 2022
Leiknir þarf að vinna tvo síðustu leiki sína til að eiga möguleika á að halda sér uppi og ákveða að spila frekar á Fylkisvelli gegn liði sem er með miklu betri knattspyrnumenn.#BestaDeildin