Masato Kudo, fyrrum sóknarmaður og leikmaður Japans, er látinn einungis 32 ára að aldri.
Kudo hefur verið að spila fyrir Tegevajaro Miyazaki sem er lið í þriðju efstu deild í Japan en hann var lagður inn á spítala á dögunum en hann var greindur með vökvasöfnun í heila.
Þann 11. október síðastliðinn fór hann í aðgerð vegna þess en ástand hans versnaði eftir hana og var hann fluttur inn á gjörgæslu. Hann lést svo á föstudaginn vegna fylgikvilla aðgerðarinnar.
Kudo spilaði 14 leiki fyrir the Roar í efstu deild tímabilið 2020/2021 og skoraði þar eitt mark.
Roar mun spila með svört armbönd í næsta deildarleik en Kudo átti fjóra landsliðsleiki að baki með Japan og í þeim skoraði hann tvö mörk.
Athugasemdir