Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
Guðný hafði betur gegn Söru í sjö marka leik - City vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðný Árnadóttir lék allan leikinn í gríðarlega fjörugum sigri AC Milan gegn Juventus í efstu deild ítalska kvennaboltans.


Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var staðan orðin 4-1 fyrir Milan þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn af bekknum hjá Juve.

Juve náði að minnka muninn niður í 4-3 eftir innkomu Söru Bjarkar en jöfnunarmarkið kom aldrei og niðurstaðan 4-3 sigur fyrir Milan.

Juve er í fjórða sæti með 14 stig eftir 7 umferðir á meðan Milan er í fimmta sæti með 12 stig eftir þennan sigur. 

Milan 4 - 3 Juventus
1-0 K. Asllani ('24)
2-0 K. Asllani ('25)
2-1 A. Bonfantini ('31)
3-1 M. Piemonte ('32)
4-1 M. Mesjasz ('62)
4-2 C. Girelli ('70)
4-3 C. Girelli ('95)

Þá fóru tveir leikir fram í enska kvennaboltanum þar sem Manchester City vann sinn annan leik í röð eftir að hafa byrjað tímabilið á tveimur tapleikjum.

City heimsótti Tottenham og vann sannfærandi 0-3 sigur á meðan Everton komst yfir gegn Aston Villa og náði að þrauka til leiksloka. 

Frábær sigur hjá Everton sem er með 9 stig eftir fimm umferðir.

Tottenham 0 - 3 Man City

Aston Villa 0 - 1 Everton


Athugasemdir
banner
banner
banner