Kristijan Jajalo, markvörður KA, hefur framlengt samning sinn við félagið út árið 2024.
Þetta tilkynnti KA í dag en Jajalo kom til liðsins árið 2019 og hefur hann spilað 45 leiki fyrir KA í deild og bikar á þessum tíma.
Hann þurfti að verma bekkinn mikið á síðustu leiktíð en þá var Steinþór Már Auðunsson í markinu. Í ár byrjaði Steinþór í markinu en Jajalo tók af honum stöðuna um mitt tímabil.
Jajalo þótti standa sig vel í sumar og nú hafa bæði hann og Steinþór framlengt samninga sína. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavík, var á dögunum orðaður við KA.
Jajalo kom til KA frá Grindavík þar sem hann spilaði 54 leiki.
⚽️ Jajalo framlengir út 2024! ✍🏻🤝 #LifiFyrirKA @KristijanJajalo https://t.co/ggyAyaB25C pic.twitter.com/NYdrIfmVet
— KA (@KAakureyri) October 22, 2022
Athugasemdir