Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   lau 22. október 2022 12:25
Aksentije Milisic
Lukaku nálgast endurkomu - Klár í leikinn mikilvæga í Meistaradeildinni
Mynd: EPA

Romelu Lukaku, sóknarmaður Inter Milan, er byrjaður að æfa á ný eftir meiðsli og segir Simone Inzaghi, þjálfari liðsins, að leikmaðurinn verði klár í slaginn eftir helgi en Inter mætir Viktoria Plzen í gífurlega mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu í næstu viku.


Meiðsli í vöðva hafa verið að stríða Lukaku síðan í lok ágúst og því hefur Belginn lítið spilað á þessari leiktíð en hann er á láni frá Chelsea.

Vonast var eftir því að hann gæti tekið þátt í leiknum gegn Fiorentina í Serie A deildinni um helgina en Inzaghi ætlar að spara hann fyrir Meistaradeildina.

Ef Inter tekst að vinna Plzen á heimavelli þá mun liðið fara áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og skilja þá Barcelona eftir með sárt ennið.

Eftir nokkur slæm úrslit í röð hefur Inter verið að rétta úr kútnum á þessari leiktíð en liðið tók fjögur stig af Barcelona í tveimur rimmum í Meistaradeildinni og þá hefur liðið náð að tengja saman sigra í deildinni heima fyrir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner