Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 10:20
Aksentije Milisic
Man Utd vill losna við Ronaldo - Kemur Joao Felix í staðinn?
Powerade
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA

Ronaldo, Felix, Amorim, Frank, Tuchel, Ndicka, Haaland og fleiri góðir í slúðurpakkanum þennan laugardaginn. BBC tók saman.
__________________________


Manchester United vill losna við Cristiano Ronaldo og ætlar félagið sér að rifta samningnum hans og leyfa honum að fara frítt. Þessi 37 ára Portúgali neitaði að koma inn á gegn Tottenham Hotspur og fór inn í klefa áður en leiknum lauk. (The i)

Man Utd mun reyna að fá landa hans í janúar glugganum, Joao Felix (22) frá Atletico Madrid til að fylla í skarð Ronaldo.

Ruben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, er orðaður við starfið hjá Aston Villa en Mauricio Pochettino hefur ekki áhuga á að taka við Villa. (The Athletic)

Þá er sömu sögu að segja af Thomas Tuchel en hann vill heldur ekki taka við Aston Villa. (Telegraph)

Aston Villa er tilbúið til að borga 26,3 milljónir punda til að Amorim frá Sporting, sem myndi gera hann að dýrasta stjóra sögunnar. (Mirror)

Brentford er reiðubúið til þess að Aston Villa muni reyna að fá stjórann þeirra, Thomas Frank. (Football Insider)

Arsenal hefur áhuga á hinum 23 ára gamla leikmanni Eintracht Frankfurt, varnarmanninum Evan Ndicka. (Evening Standard)

Umboðsmaður Erling Haaland (22) segir að leikmaðurinn er tilbúinn í að skoða nýjan samning hjá félaginu. (90 min)

Chelsea, Liverpool og Manchester United eru klár í að reyna við Hollendingin Frenkie de Jong en þessi 25 ára leikmaður valdi það að vera áfram hjá Barcelona í sumar. (ESPN)

Wilfried Zaha (29) leikmaður Crystal Palace, gæti hafnað nýjum samningi hjá liðinu en hann vill spila fyrir eitt af sex bestu liðunum í deildinni. (The Five Podcast)

Liverpool, PSG, Real Madrid og Barcelona fylgjast vel með hinum 17 ára gamla Youssoufa Moukoko. (Football Insider)

Barcelona hefur verið boðið að kaupa Ruben Neves (25) frá Wolves en leikmaðurinn hefur áhuga á að fara í stórliðið. (Mundo Deportivo)

Tottenham ætlar að reyna fá miðjumann Juventus í janúar glugganum, hinn 24 ára gamla Weston McKennie. (Calciomercato)


Athugasemdir
banner
banner
banner