Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   lau 22. október 2022 19:40
Aksentije Milisic
Neves: Hver myndi ekki vilja spila fyrir Barcelona?

Ruben Neves, fyrirliði Wolves, er stoltur af meintum áhuga Barcelona en hann hefur mikið verið orðaður við spænska liðið að undanförnu.


Neves nálgast lokaárið sitt á samningnum hjá Wolves en hann var spurður út í áhuga Barcelona.

„Hver myndi ekki vilja prófa spila fyrir Barcelona? Þetta er eitt stærsta félagslið heims svo auðvitað væri það heiður að spila fyrir svona félag," sagði Porúgalinn.

„Ég mun vinna mína vinnu hér hjá Wolves og svo treysti ég mínu fólki að sjá um aðra hluti. Ég verð að einblína á Wolves eins mikið og ég get og þá gætu góðir hlutir gerst."

Neves hefur verið einn besti leikmaður Wolves á þessari leiktíð en liðið hefur verið í brasi á þessari leiktíð og situr í fallsæti.


Athugasemdir
banner