Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 20:18
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Valerenga missir af Evrópu og Sogndal af umspili
Bjarni Mark í umspil með Start
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Brynjar Ingi Bjarnason spilaði nánast allan leikinn er Vålerenga tapaði þriðja deildarleiknum í röð í norska boltanum.


Vålerenga heimsótti Odd til Grenland og lenti tveimur mörkum undir. Lokatölur urðu 2-1 og á Vålerenga ekki lengur raunhæfa möguleika á Evrópusæti, með 42 stig úr 27 umferðum.

Ari Leifsson var þá fjarverandi vegna meiðsla og gat ekki tekið þátt í 1-1 jafntefli Strömsgodset gegn Ham-Kam.

Strömsgodset siglir lygnan sjó eftir jafnteflið, tíu stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Odd 2 - 1 Vålerenga

Ham-Kam 1 - 1 Stromsgodset

Í B-deildinni er Íslendingalið Sogndal búið að missa af umspilssæti eftir tap á heimavelli gegn Start. Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson voru í byrjunarliðinu og fékk Hörður Ingi Gunnarsson að spila síðustu tíu mínúturnar.

Bjarni Mark Antonsson spilaði síðasta hálftímann í liði Start, hann kom inn á völlinn í stöðunni 0-2 og urðu lokatölur 1-2. Start er búið að tryggja sér sæti í umspili um sæti í efstu deild á næsta ári á meðan Sogndal endar um miðja deild.

Arnar Thór Guðjónsson kom þá inn af bekknum í 3-2 tapi Raufoss gegn Ranheim. Raufoss siglir lygnan sjó fyrir lokaumferðina.

Að lokum var Pálmi Rafn Arinbjörnsson ónotaður varamaður er Skeid rúllaði yfir Kongsvinger. Skeid endar í þriðja neðsta sæti og leikur umspilsleik við þriðja efsta sæti C-deildarinnar um sæti í B-deildinni á næstu leiktíð.

Sogndal 1 - 2 Start

Ranheim 3 - 2 Raufoss

Skeid 4 - 0 Kongsvinger


Athugasemdir
banner
banner