Ronaldo er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í tólf leikjum á tímabilinu. Hann verður 38 ára í febrúar.
Cristiano Ronaldo er í skammarkróknum hjá Erik ten Hag eftir að hafa neitað að koma inn af bekknum í 2-0 sigri Manchester United gegn Tottenham Hotspur í miðri viku.
Ronaldo var utan hóps hjá Man Utd sem gerði jafntefli gegn Chelsea í dag og hefur ýmist æft einn eða með varaliðinu síðustu daga.
Framherjinn hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og virðist vera að koma hausnum á réttan stað miðað við nýjustu færslu hans í 'Story' á Instagram.
Rauðu djöflarnir eiga leiki við Sheriff Tiraspol, West Ham, Real Sociedad, Aston Villa og Fulham áður en félagsliðaheimurinn fer í pásu um miðjan nóvember, vegna HM í Katar.
Erik ten Hag segist hafa not fyrir Ronaldo á tímabilinu þó portúgalska stórstjarnan sé ekki endilega í byrjunarliðsáformunum.
Athugasemdir