Franski miðvörðurinn Raphael Varane var í byrjunarliði Manchester United sem gerði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í dag.
Varane átti flottan leik en þurfti að fara meiddur af velli á 60. mínútu þegar staðan var enn markalaus.
Meiðslin gætu verið alvarleg þar sem varnarmaðurinn virðist hafa slitið vöðva við að teygja sig í boltann.
Ljóst er að Varane var í miklum sársauka sem varð til þess að hann felldi tár, eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Victor Lindelöf tók stöðu Varane í varnarlínunni og stóð sig sómasamlega.
Raphaël Varane left the field in tears after getting injured.
— B/R Football (@brfootball) October 22, 2022
The World Cup is in less than one month 😕 pic.twitter.com/OywTcvaQ9B
Athugasemdir