Það eru aðeins nokkrar mínútur eftir af stórleik Chelsea gegn Manchester United og er staðan enn markalaus.
Gestirnir frá Manchester voru betri í fyrri hálfleik og gerði Graham Potter, stjóri Chelsea, taktíska breytingu þegar hann skipti Marc Cucurella af velli fyrir Mateo Kovacic á 36. mínútu.
Man Utd fékk bestu færi fyrri hálfleiksins þegar Marcus Rashford komst fyrst í gegn og svo Antony en boltinn rataði ekki í netið. Kepa Arrizabalaga átti góðan leik og varði annað skot frá Rashford til að halda stöðunni markalausri í leikhlé.
Leikurinn jafnaðist þó út við skiptinguna hjá Potter og komst Chelsea næst því að skora þegar Trevoh Chalobah skallaði hornspyrnu í slána.
Sjáðu vörsluna hjá Kepa
Sjáðu klúðrið hjá Antony
Sjáðu skallann hjá Chalobah
Athugasemdir