Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Styður Ten Hag heilshugar - „Verður að taka ákvörðun sem er góð fyrir hópinn"
Enski knattspyrnustjórinn Graham Potter segist styðja ákvörðun Erik ten Hag, stjóra Manchester United, um að setja Cristiano Ronaldo í tímabundið agabann.

Ronaldo verður ekki með United gegn Chelsea í dag eftir að hann neitaði að koma inná í 2-0 sigrinum á Tottenham í vikunni.

Hann yfirgaf þá leikvanginn áður en leikurinn kláraðist og var því ekki í klefanum er leikmenn fögnuðu sigrinum. Ten Hag hefur tekið á því með að banna honum að æfa með aðalliðinu fyrir leikinn gegn Chelsea og taka hann úr hópnum.

Graham Potter, stjóri Chelsea, var spurður út hvað honum finnst um þessa ákvörðun Ten Hag og segist hann skilja hana.

„Ten Hag er búinn að taka afstöðu og stundum þarftu að gera þetta og félagið hefur ákveðið að styðja við hann," sagði Potter.

„Ég veit ekki alla söguna og því erfitt fyrir mig að tjá mig mikið um þetta en frá heimspekilegu sjónarhorni þá verður þú að taka ákvörðun sem þú telur að sé góð fyrir hópinn, menninguna og umhverfið sem þú vilt hafa. Það gætu verið afleiðingar til styttri tíma og það gæti komið í bakið á þér, en ef þú telur þetta réttast í stöðunni þá verður þú að gera þetta."
Enski boltinn - Að telja sig vera stærri en félagið
Athugasemdir
banner
banner