Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 16:30
Aksentije Milisic
Þýskaland: Bellingham með tvennu - Bayern vann og Leipzig kom til baka
Musiala skoraði í sigri.
Musiala skoraði í sigri.
Mynd: EPA
Nkunku skoraði í endurkomuni.
Nkunku skoraði í endurkomuni.
Mynd: EPA

Fimm leikjum var að ljúka í þýsku deildinni en spilað er í elleftu umferð deildarinnar.


Borussia Dortmund fór illa með Stuttgart á heimavelli en Jude Bellingham gerði tvennu í 5-0 stórsigri. Dortmund er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Union Berlin.

Bayern Munchen vann þægilegan 0-2 útisigur á Hoffenheim þar sem Jamal Musiala og Eric Choupo-Moting sáu um að skora mörkin. Sigurinn kom Bayern einu stigi á eftir Union Berlin sem á þó leik til góða.

Þá fór fram rosalegur leikur þegar Augsburg og RB Leipzig mættust. Augsburg komst í 3-0 forystu en fékk svo rautt spjald þegar um 25 mínútur voru eftir af leiknum.

Það nýtti Leipzig sér til hið ýtrasta og náði að jafna leikinn með þremur mörkum á átján mínútna kafla. Lokatölur 3-3.

Bayer gerði 2-2 jafntefli gegn Wolfsburg og Freiburg vann 2-0 sigur á Werder Bremen og heldur sér þannig áfram í toppbaráttunni.

Borussia D. 5 - 0 Stuttgart
1-0 Jude Bellingham ('2 )
2-0 Niklas Sule ('13 )
3-0 Giovanni Reyna ('44 )
4-0 Jude Bellingham ('53 )
5-0 Youssoufa Moukoko ('72 )

Bayer 2 - 2 Wolfsburg
0-0 Moussa Diaby ('10 , Misnotað víti)
1-0 Moussa Diaby ('17 )
2-0 Robert Andrich ('28 , sjálfsmark)
2-1 Maximilian Arnold ('54 , víti)
3-1 Jeremie Frimpong ('75 )

Freiburg 2 - 0 Werder
1-0 Lukas Kubler ('56 )
2-0 Vincenzo Grifo ('80 , víti)
Rautt spjald: Marco Friedl, Werder ('14)

Hoffenheim 0 - 2 Bayern
0-1 Jamal Musiala ('17 )
0-2 Eric Choupo-Moting ('38 )

Augsburg 3 - 3 RB Leipzig
1-0 Mergim Berisha ('34 , víti)
2-0 Ermedin Demirovic ('51 )
3-0 Ruben Vargas ('64 )
3-1 Andre Silva ('72 )
3-2 Christopher Nkunku ('89 )
3-3 Hugo Novoa ('90 )
Rautt spjald: Iago, Augsburg ('65)


Athugasemdir
banner
banner