Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Kristófer Konráðs í Fram (Staðfest)
Mynd: Fram
Fram staðfesti í kvöld komu Kristófers Konráðssonar en hann kemur til félagsins frá Grindavík.

Kristófer er 26 ára gamall sóknarsinnaður leikmaður sem spilaði síðustu tvö tímabil með Grindavík en áður lék hann með Leikni, KFG, Stjörnunni og Þrótti R.

Hann á 111 leiki og 12 mörk í deild- og bikar með þessum liðum og alls 39 leiki í efstu deild.

Þeim leikjum mun fjölga næstu tvö árin en hann er nú genginn í raðir Fram.

Kristófer á að baki 22 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af þrjá með U21 árs landsliðinu.

Fram hafnaði í 9. sæti með 30 stig á nýafstaðinni leiktíð.
Athugasemdir
banner