Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Slot: Góðar fréttir fyrir ensku úrvalsdeildina
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Arne Slot segir að það séu góðar fréttir fyrir ensku úrvalsdeildina að Pep Guardiola hafi skrifað undir framlengingu hjá Manchester City.

Guardiola gerði nýjan samning til 2027 en hann hefur stýrt City frá 2016. Undir hans stjórn hefur City sex sinnum unnið ensku úrvalsdeildina og tvisvar verið aðeins stigi á undan Liverpool.

Liverpool er sem stendur á toppi deildarinnar og Slot var spurður út í fréttirnar af Guardiola á fréttamannafundi í dag.

„Þetta eru góðar fréttir fyrir City og fyrir deildina því allir vilja að bestu stjórarnir og bestu leikmennirnir séu hér. Hann er einn af bestu stjórunum, kannski sá besti í deildinni. Hann hefur unnið fjóra titla í röð svo það er sanngjarnt að fullyrða að hann sé sá besti í deildinni," sagði Slot.

„Manchester City hefur svo marga gæðaleikmenn að þó hann hafi ákveðið að hætta þá hefði ég nú ekki búist við því að þeir yrðu á botninum."
Athugasemdir
banner
banner
banner