Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 22. nóvember 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristófer Dan líka í Grindavík?
Lengjudeildin
Kristófer Dan Þórðarson.
Kristófer Dan Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristófer Dan Þórðarson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að æfa með Grindavík og er til reynslu hjá félaginu.

Grindavík er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir átökin næsta sumar en fyrr í dag sögðum við frá því að varnarmaðuinn Arnór Gauti Úlfarsson væri að ganga í raðir félagsins.

Kristófer Dan, sem er fæddur árið 2000, er kantmaður sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Haukum. Hann var á sínum tíma lykilmaður þar áður en hann meiddist illa.

Síðastliðið sumar skoraði hann níu mörk í 15 leikjum með ÍH í 3. deild og þá skoraði hann þrjú mörk í sjö leikjum í 2. deild með Reyni Sandgerði seinni hluta sumars.

Grindavík hafnaði í níunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner