Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, hefur nefnt þrjá leikmenn sem hafa komið sér mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Það er tæplega 1/3 búinn af tímabilinu og ákveðnir leikmenn hafa komið mikið á óvart.
Það er tæplega 1/3 búinn af tímabilinu og ákveðnir leikmenn hafa komið mikið á óvart.
Efstur á lista Neville er Chris Wood, sóknarmaður Nottingham Forest. Wood er næst markahæstur í deildinni ásamt Mohamed Salah og Bryan Mbeumo.
„Ég myndi nefna Chris Wood númer eitt, Liam Delap númer tvö og Ryan Gravenberch númer þrjú," sagði Neville.
Delap hefur gert sex mörk fyrir nýliða Ipswich og þá hefur Gravenberch verið stórkostlegur sem djúpur miðjumaður fyrir Liverpool.
Athugasemdir