Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 18:37
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin hjá U15 - Þrjú mörk dugðu ekki gegn Englandi
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 15 ára og yngri tapaði fyrir Englandi, 5-3, í stórskemmtilegum leik í þróunarmóti UEFA á Englandi í dag.

Hafdís Nína Elmarsdóttir, Anna Katrín Ólafsdóttir og Björgey Njála Andreudóttir skoruðu mörk Íslands, en þetta var fyrsti leikur liðsins á mótinu.

Ísland mætir næst Noregi á laugardag en sá leikur hefst klukkan 11:00. Síðasti leikurinn er gegn Sviss og fer sá leikur fram 26. nóvember.

Allir leikirnir eru spilaðir á æfingasvæði ensku landsliðina á St. George's Park í Burton upon Trent.

Öll mörk úr leik Íslands gegn Englandi má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner