Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. ágúst 2021 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Antonio orðinn markahæstur í sögu West Ham - Bauð upp á skemmtilegt fagn
Michail Antonio
Michail Antonio
Mynd: EPA
Enski framherjinn Michail Antonio er markahæsti leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni frá því hún var sett á laggirnar árið 1992 en hann sló metið með tveimur mörkum í 4-1 sigri á Leicester í kvöld.

Antonio, sem er 31 árs, jafnaði metið í síðustu umferð í 4-2 sigrinum á Newcastle United en Paolo Di Canio átti metið yfir flest mörk í úrvalsdeildinni eða 47 talsins.

Enski framherjinn var aftur í byrjunarliðinu í kvöld og sló metið með tveimur mörkum og er nú markahæsti maður liðsins í úrvalsdeildinni.

„Það hljómar svo fallega að vera kallaður markahæsti leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni," sagði Antonio eftir að hann bætti markametið.

Hann fagnaði þessu á viðeigandi hátt og greip útprentaða pappaútgáfu af sjálfum sér með sér í fögnuðinn. Hægt er að sjá myndband af því hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner