Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 01. janúar 2025 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Villa komið í baráttuna um Kolo Muani
Mynd: EPA
Aston Villa er búið að skrá sig í baráttuna um franska sóknarmanninn Randal Kolo Muani, sem er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi, en þetta segir L'Equipe.

Kolo Muani, sem er 26 ára gamall, er ekki í myndinni hjá Luis Enrique hjá PSG og ekki verið í hópnum í síðustu leikjum.

Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga síðustu vikur en hann hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham.

L'Equipe segir Aston Villa nú komið í baráttuna um franska landsliðsmanninn.

Kolo Muani hefur aðeins skorað tvö mörk í fjórtán leikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner