Brentford 1 - 3 Arsenal
1-0 Bryan Mbeumo ('13 )
1-1 Gabriel Jesus ('29 )
1-2 Mikel Merino ('50 )
1-3 Gabriel Martinelli ('53 )
1-0 Bryan Mbeumo ('13 )
1-1 Gabriel Jesus ('29 )
1-2 Mikel Merino ('50 )
1-3 Gabriel Martinelli ('53 )
Arsenal hóf árið á góðum 3-1 sigri á Brentford í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Community-leikvanginum í dag.
Skytturnar fengu enga draumabyrjun. Kamerúnski sóknarmaðurinn Bryan Mbeumo skoraði eftir tæpar þrettán mínútur er hann fékk boltann á hægri vængnum, færði boltann á vinstri og setti boltann hárfínt í nærhornið.
Lærisveinar Mikel Arteta svöruðu rúmum fimmtán mínútum síðar er Gabriel Jesus hirti frákast frá Mark Flekken í teignum en stuttu áður hafði David Raya bjargaði á línu eftir að hafa misst skot Yegor Yarmoliuk aftur fyrir sig.
Í síðari hálfleiknum kláruðu Arsenal-menn dæmið á þremur mínútum.
Hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri fékk að taka hornspyrnurnar í fjarveru Bukayo Saka og gerði vel þegar hann kom boltanum inn í vel mannaðan teig. Flekken taldi sig hafa gert nóg til að koma hættunni frá en Mikel Merino hélt ekki og kom boltanum í markið.
Þremur mínútum síðar gerði Gabriel Martinelli út um leikinn en aftur var það Nwaneri sem var allt í öllu. Hann kom boltanum frá hægri yfir á vinstri. Boltinn fór af varnarmanni og til Martinelli sem lyfti boltanum upp og hamraði honum í hornið.
Brentford náði ekki að jafna sig eftir þessi tvö mörk og tók Arsenal öll stigin.
Arsenal er komið upp í annað sæti með 39 stig, nú aðeins sex stigum frá Liverpool sem að vísu á leik til góða en Brentford er í 12. sæti með 24 stig.
Athugasemdir