Það er mikið fjör í fyrsta leik ársins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Arsenal og Brentford eigast við.
Staðan í leiknum er 1-1. Bryan Mbeumo skoraði fyrir heimamenn á 12. mínútu eftir undirbúning Mikkel Damsgaard.
Mbeumo heldur áfram í stuði en hann skoraði með skoti upp við nærstöng.
Sjáðu laglegt mark Mbeumo
Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus jafnaði metin fyrir Arsenal eftir mikinn darraðardans við teiginn. Boltinn datt til Thomas Partey sem lét vaða fyrir utan en Mark Flekken varði boltann út í teiginn á Jesus sem skoraði.
Sjáðu jöfnunarmark Jesus
Á 28. mínútu náði David Raya að bjarga andliti í marki Arsenal er hann misreiknaði skot Yegor Yarmolyuk og varði hann aftur fyrir sig en náði að skutla sér á eftir boltanum og bjarga á línu.
Sjáðu vörslu Raya
Athugasemdir