Sparkspekingarnir Gary Neville og Jamie Carragher hafa báðir valið lið tímabilsins til þessa í ensku úrvalsdeildinni
Það var kannski ekki mikið óvænt hjá Neville en eitt sem kom þó á óvart var val hans á Josko Gvardiol, varnarmanni Manchester City.
„Á hvaða leiki hefur þú verið að horfa? Er þér alvara?“ sagði og spurði Carragher á Sky.
Neville varði val sitt og sagði hann vera besta vinstri bakvörð deildarinnar.
Báðir völdu þrjá frá Forest og Liverpool.
„Já, mér er alvara. Ef ég á að vera hreinskilinn þá var vinstri bakvarðarstaðan sú sem ég var í mestu vandræðum með. Hann er kominn með fjögur mörk, er stanslaus ógn og spilar alltaf, og samt myndi ég velja hann sem besta vinstri bakvörð deildarinnar.“
Liðið hans Neville: Matz Sels; Trent Alexander-Arnold, William Saliba, Virgil van Dijk, Josko Gvardiol; Ryan Gravenberch, Moises Caicedo; Mohamed Salah, Cole Palmer, Matheus Cunha; Chris Wood.
Þeim kom ágætlega saman um lið tímabilsins í þessum fyrrihluta nema Carragher valdi Antonee Robinson í vinstri bakvörðinn og Nikola Milenkovic í miðvörðinn með Virgil van Dijk. David Raya er þá í markinu hjá honum.
Liðið hans Carragher: David Raya; Ola Aina, Nikola Milenkovic, Virgil van Dijk, Antonee Robinson; Ryan Gravenberch, Moises Caicedo; Mohamed Salah, Cole Palmer, Matheus Cunha; Chris Wood.
Athugasemdir