Enski vængmaðurinn Jarrod Bowen verður ekki með West Ham næstu vikurnar eftir að hafa brotið bein í fæti en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.
Bowen, sem hefur verið langbesti maður West Ham síðustu ár, meiddist í leik liðsins gegn Liverpool fyrir áramót.
Englendingurinn fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og er nú komið í ljós að hann getur ekki verið með liðinu næstu vikur vegna meiðslana.
Þetta er mikil blóðtaka fyrir West Ham sem hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu deildarleikjum sínum.
Bowen er 28 ára gamall og komið að níu mörkum í nítján leikjum í deildinni á þessari leiktíð en West Ham situr í 13. sæti með 23 stig.
Athugasemdir