Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 01. janúar 2025 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Frank: Ætti ekki að vera erfitt að halda Mbeumo
Thomas Frank
Thomas Frank
Mynd: Getty Images
Bryan Mbeumo hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu
Bryan Mbeumo hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Thomas Frank, stjóri Brentford, var nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins þó það hafi tapað, 3-1, gegn Arsenal á heimavelli.

Brentford tapaði fyrsta heimaleik tímabilsins í síðustu umferð og í kvöld kom annað tapið í röð.

Frank fannst frammistaðan hins vegar mjög góð og gat hann lítið sett út á spilamennsku sinna manna.

„Mér fannst við gera margt rétt og á heildina litið var þetta góð frammistaða. Fyrri hálfleikurinn var ótrúlega góður og var ég mjög hrifinn af því hvernig við spiluðum. Við vorum mjög hugrakkir með boltann.“

„Við vorum einnig hugrakkir undir hápressu og fannst mér við bara gera nokkuð vel. Við þurfum að vinna aðeins betur í smáatriðunum.“

„Við þurfum að gera betur en að skora bara eitt mark í viðbót. Ef þú vilt vinna Arsenal þá þarftu að gera allt rétt,“
sagði Frank.

Arsenal hefur verið öflugt í föstu leikatriðum á tímabilinu og þá sérstaklega hornspyrnunum. Annað mark Arsenal kom eftir eitt slíkt.

„Ég þarf að skoða það betur en þeir eru mjög góðir í því og eitthvað sem við þurfum að læra af,“ sagði Frank, sem var síðan spurður út í tap á heimavelli.

„Við spiluðum gegn toppliði í dag og þú getur ekki bara búist við því að við vinnum Arsenal, en við gerðum vel og frammistaðan góð.“

Kamerúnski sóknarmaðurinn Bryan Mbeumo hefur verið í stóru hlutverki hjá Brentford á tímabilinu og er þegar byrjað að orða hann við stærri lið en Frank hefur litlar áhyggjur af því.

„Bryan Mbeumo var mjög góður og var ég mjög ánægður með það, en fyrir mína parta þá held ég að það verði ekki erfitt að halda honum,“ sagði Frank í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner