Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 01. janúar 2025 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Southampton lánar Edwards til QPR (Staðfest)
Mynd: QPR
Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hefur lánað Ronnie Edwards til QPR út tímabilið.

Edwards er 21 árs gamall varnarmaður sem gekk í raðir Southampton frá Peterborough á síðasta ári.

Hann spilaði sinn fyrsta leik deildarleik með Southampton í síðasta mánuði og lék þá einn leik í deildabikar.

Varnarmaðurinn er nú genginn til liðs við QPR á láni út tímabilið en var ekki með í 3-1 sigri liðsins á Watford í dag.

QPR spilar í ensku B-deildinni og situr í 14. sæti með 24 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner