Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 01. janúar 2025 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Sjálfsmark og vítaklúður er Sunderland lagði Sheffield United
Sunderland vann góðan sigur á Sheffield United
Sunderland vann góðan sigur á Sheffield United
Mynd: Getty Images
Tveimur síðustu leikjum dagsins í ensku B-deildinni er lokið en Sunderland vann þar Sheffield United, 2-1, í líflegum leik.

Alexander Gilbert skoraði dramatískt sigurmark fyrir Middlesbrough í 1-0 sigrinum á Hull City.

Delano Burgzorg átti frábæran sprett upp vinstri vænginn og fékk að taka þann sprett óáreittur áður en hann skilaði boltanum í miðjan teiginn á Gilbert sem stýrði boltanum meðfram grasinu og í netið.

Sigurinn fleytir Middlesbrough upp í 5. sæti deildarinnar með 40 stig en Hull er í 22. sæti með 22 stig.

Sunderland er þá að færast nær Sheffield United eftir leik liðanna í kvöld.

Anthony Patterson, markvörður Sunderland, varði vítaspyrnu frá Kieffer Moore á 14. mínútu og þrettán mínútum síðar kom Eliezer Mayenda heimamönnum í Sunderland yfir.

Luke O'Nien, sem var brotlegur í vítaspyrnunni sem Sunderland fékk á sig, var að eiga martraðarleik, en hann skoraði sjálfsmark á 32. mínútu leiksins með því að stanga boltanum í eigið net.

Sem betur fer fyrir O'Nien kom það ekki að sök því þremur mínútum síðar skoraði Wilson Isidor sigurmarkið er hann keyrði framhjá varnarmanni United og lagði boltann framhjá Michael Cooper í markinu.

Sunderland er nú með 47 stig í 4. sæti, aðeins tveimur á eftir Sheffield United sem er í 3. sæti.

Hull City 0 - 1 Middlesbrough
0-1 Alexander Gilbert ('90 )

Sunderland 2 - 1 Sheffield Utd
0-0 Kieffer Moore ('14 , Misnotað víti)
1-0 Eliezer Mayenda ('27 )
1-1 Luke O'Nien ('32 , sjálfsmark)
2-1 Wilson Isidor ('35 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 26 15 8 3 48 19 +29 53
2 Burnley 26 14 10 2 31 9 +22 52
3 Sheffield Utd 26 16 6 4 36 17 +19 52
4 Sunderland 25 13 8 4 38 22 +16 47
5 Middlesbrough 26 11 8 7 43 32 +11 41
6 West Brom 26 9 13 4 32 21 +11 40
7 Blackburn 25 11 6 8 28 23 +5 39
8 Bristol City 26 9 10 7 33 30 +3 37
9 Watford 25 11 4 10 35 36 -1 37
10 Sheff Wed 26 10 7 9 38 40 -2 37
11 Norwich 26 9 9 8 43 37 +6 36
12 Swansea 26 9 7 10 30 30 0 34
13 Millwall 25 7 9 9 24 23 +1 30
14 Preston NE 26 6 12 8 28 34 -6 30
15 Coventry 26 7 8 11 34 37 -3 29
16 QPR 25 6 11 8 27 33 -6 29
17 Oxford United 25 7 7 11 28 40 -12 28
18 Derby County 26 7 6 13 31 35 -4 27
19 Stoke City 26 6 9 11 24 32 -8 27
20 Luton 25 7 4 14 26 42 -16 25
21 Portsmouth 23 5 8 10 30 40 -10 23
22 Hull City 26 5 8 13 25 36 -11 23
23 Cardiff City 25 5 8 12 25 40 -15 23
24 Plymouth 25 4 8 13 24 53 -29 20
Athugasemdir
banner
banner
banner