Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 01. janúar 2025 21:05
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Stór sigur gegn mjög góðu liði
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var ánægður með frammistöðuna í 3-1 sigrinum á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arsenal lenti marki undir snemma leiks en Gabriel Jesus jafnaði stuttu síðar.

Í síðari hálfleik skoraði Arsenal tvö mörk á þremur mínútum og fagnaði góðum sigri og er nú aðeins sex stigum frá toppnum.

„Þetta er stór sigur. Brentford er mjög gott lið, vel þjálfað og hafa verið stórkostlegir á heimavelli.“

„Þetta er fjall að klífa þegar þú lendir undir snemma, en liðið sýndi þolinmæði. Við þurftum að taka á við aðstæður með tilfinningum og komast í gegnum nokkur erfið augnablik.“

„Við byrjuðum hratt og af mikilli grimmd og síðan þurftum við að aðlagast leiknum aftur. Það hafa verið einhver meiðsli og veikindi þannig við þurftum að spila öðrum leikmönnum,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner